Handritaskóli Sumar 2024

Alþjóðlegur sumarskóli í handritafræðum var haldinn í nítjánda sinn dagana 6.–15. ágúst 2024. Skólann sóttu að þessu sinni 54 nemendur frá 17 löndum. Þeim leiðbeindi 21 kennari og fjallað var um fjölmargar hliðar handritafræða, svo sem um gerð handrita, pappír, blek, lýsingar og litarefni; ólíkar skriftartegundir, stafsetningu, bönd og styttingar; söfnun, ljósmyndun og skráningu handrita; textaútgáfur og orðabókarvinnu.

Þátttakendur og kennarar

Sumarskólinn er samstarfsverkefni Árnastofnunar, Háskóla Íslands, Landsbókasafns Íslands–Háskólabókasafns og Kaupmannahafnarháskóla (Árnasafns). Hann er haldinn árlega, til skiptis í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Að þessu sinni fór kennslan fram í Eddu, Veröld–Húsi Vigdísar og í Þjóðarbókhlöðunni. Eins og sjá má á myndunum skorti hvorki áhuga né gleði í kennslustundunum.

Nokkrar svipmyndir frá annasömum dögum.

©Stofnun Árna Magnússonar 2024 – Myndir: Sigurður Stefán Jónsson – Texti: Svanhildur Óskarsdóttir